BR50 mót í Hamminkeln

Þessa dagana er ferðahugur í Skotkóp liðum, en fjórir félagar úr BR50 deildinni eru í Þýskalandi til að taka þátt í sterku BR50 móti – BR50 Cup Hamminkeln. Frá SFK taka þau Davíð Bragi Gígja, Jón Ingi Kristjánsson, Pawel Radwanski og Guðbjörg Marta Pétursdóttir þátt. Einnig eru tveir félagar frá Skotgrund í ferðinni, þau Heiða Lára Guðmundsdóttir og Pétur Már Ólafsson.

Núna fer fram æfing en við flytjum fréttir af gengi þeirra, eftir því sem fréttir berast.