SkotKóp
Skotgreinar
Loftbyssa – Loftriffill – Frjáls skammbyssa – Stöðluð skammbyssa
Sport skammbyssa – Riffilgreinar
Skammbyssugreinar
Færi: 50 metrar
Keppni
Venjulega skotið 10 skotum á hverja skífu. Hvert skot gefur frá 0 og upp í 10 stig í undankeppni. 8 bestu karlar og 8 bestu konur keppa svo í final til úrslita. Í final er skotið 10 skotum. Einu á hverja skífu. Hvert skot gefur frá 0 og upp í 10,9 stig. Þ.e. árangur er mældur með aukastaf eftir því hve innarlega í hverjum hring skotið liggur. Árangur í final er svo lagður við árangur í undankeppni.
60 skot + ótakmarkaður fjöldi af upphitunarskotum. Öllum skotum skotið á innan við 1 klst og 45 mín. Oft sögð vera systurgrein loftskammbyssu.
Byssur
Allar cal.22lr. skammbyssur sem eru með opnum sigtum eru leyfðar svo lengi sem þær veita ekki stuðning upp fyrir úlnlið. Flestir nota sérhannaðar einsskota byssur með skefti sem nær utan um hendina. Gikkþyngd venjulega höfð mjög lítil. Aðeins nokkur grömm.Aðeins má hlaða með einu skoti í einu
Búnaður
Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar, sjónauki, skot og skotskífur.
Keppt er í frjálsri skammbyssu á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, Norðurlandamótum. Hér heima á öllum mótum STÍ í skammbyssugreinum auk innanfélagsmóta.
Aldur
22 ára en leyfi bundið við íþróttaiðkun.
Færi: 25 metrar
Keppni
Í keppni er skotið 60 skotum + 5 prufuskotum. Skotið er í 12 hrinum, 5 skotum í hverri. Byrjað er á 5 prufuskotum og síðan hefst keppnin.
- Hluti er fjórar hrinur, 5 skot í hverri hrinu á innan við 150 sek.
- Hluti er fjórar hrinur, 5 skot í hverri hrinu á innan við 20 sek.
- Hluti er fjórar hrinur, 5 skot í hverri hrinu á innan við 10 sek.
Stigagjöf getur verið frá 0 og upp í 10 stig fyrir hvert skot og gefur samanlagður árangur úr öllum hlutum keppninnar heildarniðurstöðu.
Byssur
Notaðar eru hálfsjálfvirkar cal.22lr. byssur og þurfa þær að uppfylla eftrifarandi skilyrði. Gikkþyngd má ekki vera minni en 1000 gr.
Heildarþyngd byssunnar má ekki vera meiri en 1400 gr, lengd hlaups má mest vera153mm og lengd milli sigta ekki meiri en 220 mm
Búnaður
Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar, sjónauki. Skot. Skotskífur
Keppt er í staðlaðri skammbyssu á, heimsmeistaramótum, Evrópumótum, norðurlandamótum, Hér heima á öllum mótum STÍ í skammbyssugreinum auk innanfélagsmóta.
Aldur
22 ára en leyfi bundið við íþróttaiðkun.
Færi: 25 metrar
Keppni
Í fyrri hluta keppni (skífa 1) er skotið 30 nákvæmnisskotum í 6 hrinum, 5 skot í hverri. Í þessum hluta hafa keppendur 6 mínútur til að ljúka við hverja hrinu. Stig fyrir hvert skot 0 – 10 stig
Í síðari hluta keppni (Skífa 2) fer fram svonefnd “duel” keppni. Sem fyrr er skotið 30 skotum í 6 hrinum. Duel fer þannig fram að skotskífan birtist í 3 sek og er það sá tími sem keppandi hefur til að lyfta byssu og hleypa af. Að loknum 3 sek hverfur skífan aftur í 7 sek og verður keppandi þá að láta byssuna síga niður á meðan sá tími líður. Stig fyrir hvert skot 0 eða 5 – 10 stig. Samanlagður árangur úr báðum hlutum gefur endanlega niðurstöðu.
Byssur
Fjölskota hálfsjálfvirkar eða “revolver”. Cal .22lr. fyrir konur og 7.62 – 9,65mm fyrir karla (lágmarkshlaupvídd cal .32 er algengust). Heildarþyngd byssu má ekki vera meiri en 1400 gr og gikkþungi lágmark 1000 gr. Hlauplengd má ekki vera meiri en 153 mm og á milli fram og aftursigtis má ekki vera lengra en 220 mm.
Búnaður
Gleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, heyrnarhlífar, gjarnan sjónauki. skot, skotskífur.
Keppt er í grófri skammbyssu og sport skammbyssu á Olympíuleikum, Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, og Norðurlandamótum. Hér heima er haldið Íslandsmót í greinunum auk innanfélagsmóta.
Færi: 25 metrar
Keppni
Í fyrri hluta keppni (skífa 1) er skotið 30 nákvæmnisskotum í 6 hrinum, 5 skot í hverri. Í þessum hluta hafa keppendur 6 mínútur til að ljúka við hverja hrinu. Stig fyrir hvert skot 0 – 10 stig
Í síðari hluta keppni (Skífa 2) fer fram svonefnd “duel” keppni. Sem fyrr er skotið 30 skotum í 6 hrinum. Duel fer þannig fram að skotskífan birtist í 3 sek og er það sá tími sem keppandi hefur til að hleypa að. Að loknum 3 sek hverfur skífan aftur í 7 sek og verður keppandi þá að láta byssuna síga niður á meðan sá tími líður. Stig fyrir hvert skot 0 eða 5 – 10 stig. Samanlagður árangur úr báðum hlutum gefur endanlega niðurstöðu.
Byssur
Fjölskota hálfsjálfvirkar eða “revolver”. Cal .22lr. fyrir konur og 7.62 – 9,65mm fyrir karla (lágmarkshlaupvídd cal .32 er algengust). Heildarþyngd byssu má ekki vera meiri en 1400 gr og gikkþungi lágmark 1000 gr. Hlauplengd má ekki vera meiri en 153 mm og á milli fram og aftursigtis má ekki vera lengra en 220 mm.
Búnaður
Gleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, heyrnarhlífar, gjarnan sjónauki. skot, skotskífur.
Keppt er í grófri skammbyssu og sport skammbyssu á Olympíuleikum, heimsmeistaramótum, Evrópumótum, og norðurlandamótum. Hér heima er haldið Íslandsmót í greinunum auk innanfélagsmóta.
Loftgreinar
Færi: 10 metrar
Keppni
Venjulega skotið einu til tveimur skotum á hverja skífu. Hvert skot gefur frá 0 og upp í 10 stig í undankeppni. 8 bestu karlar og 8 bestu konur keppa svo í final til úrslita. Í final er skotið 10 skotum, einu á hverja skífu. Hvert skot gefur frá 0 og upp í 10,9 stig. Þ.e. árangur er mældur með aukastaf eftir því hve innarlega í hverjum hring skotið liggur. Árangur í final er svo lagður við árangur í undankeppni.
Konur: 60 skot. Öllum skotum skotið á innan við 1 klst og 15 mín.
Karlar: 60 skot. Öllum skotum skotið á innan við 1 klst og 15 mín.
Byssur
Þrýstilofts- eða kolsýrubyssur cal .177 (4.5mm). Yfirleitt sérhannaðar keppnisbyssur. Heildarþyngd ekki meiri en 1500gr og gikkþungi lágmark 500gr. Byssan þarf að rúmast í kassa sem er 420x200x50mm
Búnaður
Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar. Sérhannaðir skotskór eru oft notaðir. Skot og skotskífur.
Keppt er í Loftskammbyssu á Ólympíuleikum, Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, Norðurlandamótum, og Smáþjóðaleikum. Hér heima á öllum mótum STÍ í skammbyssugreinum auk innanfélagsmóta.
Aldur
22 ára til að fá leyfi fyrir eigin byssu en 15 ára til æfinga hjá íþróttafélögum.
Færi: 10 metrar
Keppni
Venjulega skotið einu til tveimur skotum á hverja skífu.
Hvert skot gefur frá 0,0 og upp í 10,9 Þ.e. árangur er mældur með aukastaf eftir því hve innarlega í hverjum hring skotið liggur.
Konur: 40 skot. Öllum skotum skotið á innan við 50 mín.
Karlar: 60 skot. Öllum skotum skotið á innan við 1 klst og 15 mín.
Byssur
Þrýstilofts- eða kolsýrubyssur cal .177 (4.5mm). Yfirleitt sérhannaðar keppnisbyssur. Heildarþyngd ekki meiri en 5,5 kg.
Búnaður
Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar, Skotjakkar og buxur, Sérhannaðir skotskór eru oft notaðir. Skot og skotskífur.
Aldur
22 ára til að fá leyfi fyrir eigin byssu en 15 ára til æfinga hjá íþróttafélögum.
Riffilgreinar
Færi: 50 metrar
Keppni
Skotið er 25 skotum á 20 mínútum á skotmark sem hefur einn hring fyrir hvert skot og gefin stig frá 0-10 eftir því hveru nálægt þau eru hring. Snerti skotið x-ið í miðju skotmarks, er það skráð sem innri tía. Árangur er samanlögð niðurstaða allra 25 skota, en ef keppendur eru jafnir þá er það fjöldi innri tía sem ræður. Enginn rafmagnsbúnaður er leyfður nema tímamælar.
Byssur
Randkveiktir rifflar í hlaupvídd .22 cal. Skiptast í þrjá flokka;
SPORTER flokkur:
- Hámarksþyngd 3,855 kg með sjónauka
- Engin aukabúnaður leyfður á hlaup
- Sjónauki má mest vera með 6,5x stækkun. Dómari festir stækkun með límbandi
- Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir
LÉTTIR VARMINT flokkur:
- Hámarksþyngd 4,762 kg með sjónauka
- Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup
- Engar takmarkanir á sjónauka
- Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir
ÞUNGIR VARMINT flokkur:
- Hámarksþyngd 6,803 kg með sjónauka
- Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup
- Engar takmarkanir á sjónauka
- Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir
Búnaður
Afar stöðug og þung borð á skotsvæðum. Svokölluð „rest“ sem rifflar liggja í að framan og sandpokar sem rifflar liggja á að aftan.
Aldur
20 ára en leyfi bundið við íþróttaiðkun.
Færi: 50 metrar
Keppni
Skotin eru 60 skot á 75 mínutum, úr .22 calibera riffli. Skotin eru 5 skot á hverja skífu, en fyrir hvert skot er hægt að fá 0-10,9 stig. Skotmaður skýtur úr liggjandi stöðu á skotmark sem er staðsett í 50 metrar fjarlægð. Oftast er skotið á rafrænar gildrur, s.s.skotgildrur sem mæla sjálfar hvar skotið lenti og sýna það á skjá hjá skotmanni. Notuð eru gatasigti, en sjónaukar eru bannaðir.
Byssur
Einskota .22 calibera rifflar. Yfirleitt sérhannaðar keppnisbyssur.
Búnaður
Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar, Skotjakkar, Sérhannaðir skotskór eru oft notaðir. Skot og skotskífur.
Keppt er í 50 metrum liggjandi á, heimsmeistaramótum, Evrópumótum, norðurlandamótum auk innlendra móta.
Aldur
20 ára en leyfi bundið við íþróttaiðkun.
Færi: 40 metrar
Keppni
Skotin eru x skot á c mínútum, úr .22 calibera riffli. Skotið er einu skoti á hverja skuggamynd, en fyrir hvert skot er hægt að fá eitt stig. Skotmaður skýtur úr standandi stöðu á skotmark sem er staðsett í 40 metra fjarlægð. Alltaf er skotið á útprentaðar skuggamyndir. Notast er við sjónauka.
Byssur
Hvaða .22 lr riffill sem er, en því léttari því betra.
Búnaður
Heyrnahlífar, Skotgleraugu, Sjónauki, Skot.
Aldur
20 ára en leyfi bundið við íþróttaiðkun.
Það er gott að skjóta í Kópavogi
Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.