
SkotKóp
Blogg
Hér höldum við til haga formlegum fréttum og tilkynningum félagsins.
Daglegar fréttir má nálgast á Facebook síðu félagsins.
Fréttir & Tilkynningar
Aðalfundur 2024
Boðað er hér með til aðalfundar Skotíþróttafélags Kópavogs mánudaginn 17. mars næstkomandi og hefst klukkan 18:00. Boðið verður upp á glæsilegar veitingar að fundi loknum. Allar æfingar þann daginn falla niður vegna aðalfundar. Við óskum eftir því að tilkynningar um framboð og allar tillögur félagsmanna séu sendar inn ekki seinna en 14 dögum fyrir aðalfundinn.
Riðlaskipting helgarinnar
Búið er að skipta niður í riðla fyrir mótin sem halding verða í 3-Pos og Prone í Digranesi um helgina. Hana má sjá hér
Riðlaskipting fyrir Sport Skammbyssu
Búið er að skipta í riðla fyrir Landsmót í Sport Skammbyssu sem haldið verður í Digranesi næsta sunnudag. Keppnisæfing verður haldin frá 17:00 til 18:00 á laugardeginum.
Haustopnun félagsins!
Starfsemi fer aftur af stað og munu opnar æfinagar í félaginu hefjast næsta mánudag eða 16.september næstkomandi. Lokuð námskeið hefjast hins vegar á morgun. Kveðja, Stjórnin
Íslandsmeistaramót BR-50, Akureyri, 17 – 18 ág.´24
Þarna voru 14 keppendur, 11 fullorðnir og 3 unglingar og keppt var í þremur flokkum, ég set bara inn skor og sæti keppenda úr SFK, en bendi á “úrslita-síðu” sti.is þar eru mjög góðar upplýsingar um keppendur, byssu tegundir, sjónauka og þyngd á byssum og fl. það var rok keppnisdagana sem hefur áhrif á skor
Grand Prix Novi Sad WSPS
Hann Þór Þórhallsson fór á dögunum til Novi Sad í Serbíu og keppti þar í Loftriffil í flokki SH2. Á mótinu voru 40 keppendur skráðir og 34 sem skutu – en hann Þór endaði í 17 sæti á mótinu með 625,8 stig sem er frábær árangur. Þetta er annað mótið sem hann keppir í á
Það er gott að skjóta í Kópavogi

Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.