SkotKop-Target

SkotKóp

Félagið

Stjórn og nefndir – Verðskrá – Æfingatöflur
Skráning í félagið – Lög og öryggisreglur

Skotíþróttafélag Kópavogs hefur verið starfrækt síðan 1987

Æfingatöflur Félagsins

Púðursalur

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

10:00

Lögreglan
(LRH)
Lögreglan
(LRH)
Lögreglan
(LRH)
Lögreglan
(LRH)
Lögreglan
(LRH)
Fríbyssa*Veiðirifflar
(Frá 10:30)

11:00

Lögreglan
(LRH)
Lögreglan
(LRH)
Lögreglan
(LRH)
Lögreglan
(LRH)
Lögreglan
(LRH)
Fríbyssa*Veiðirifflar

12:00

 Lögreglan
( RLS) – frá 12:30
  Lögreglan
( RLS ) frá 12:30
   

13:00

 Lögreglan
( RLS )
 
  Lögreglan
( RLS )
  BR50

14:00

      BR50

15:00

       

16:00

   Fríbyssa*   

17:00

   Fríbyssa*   

18:00

       

19:00

Sport/Standard SilhouetteGrófbyssa   

20:00

Sport/Standard

50m liggjandi riffillSilhouetteSport/Standard50m liggjandi riffill  

21:00

Sport/Standard

50m liggjandi riffillSilhouetteSport/Standard50m liggjandi riffill  

22:00

       

Æfingastjórar Púðursal:

Skammbyssugreinar:Silhouette:BR50:Veiðirifflar:50m liggjandi riffill:
Friðfinnur GunnarssonBreki AtlasonJón IngiG. Ævar GuðmundssonBirgir Örn Sveinsson
Friðrik GoetheVormur ÞórðarsonPawel RadwanskiGuðrún HafbergStefán Eggert
Þórir IngvarssonBjarni Valsson   
Mörður Áslaugarson    

* ekki fastar æfingar með æfingastjóra

Loftsalur

Mánudagur

Þriðjudagur

Miðvikudagur

Fimmtudagur

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

16:00

       

17:00

       

18:00

       

19:00

       

20:00

Loftbyssa/Riffill

 

Loftbyssa/Riffill

    

21:00

       

22:00

       

Æfingastjórar Loftsal:

 • Bjarki Sigfússon
 • Ívar Ragnarsson
 • Sigurður Ingi Jónsson
 • Sigurveig Helga Jónsdóttir

Verðskrá

Þáttökugjöld fyrir ársaðild
 • Félagsgjald kr. 15.000
 • Hjónagjald kr. 7.500 *
 • Félagsgjald unglinga kr. 7.500 **
 • Lykilgjald kr. 1.000
Leiga á skápum – ársleiga
 • Stór riffilskápur kr. 15.000
 • Lítill riffilskápur kr. 12.000
 • Lítill skammbyssuskápur kr. 7.000
 • Stór hvítur skápur kr. 3.000
 • Lítill hvítur skápur kr. 1.500

* Fyrir annan aðila hjónabands
** 16 til 20 ára, miðast við aldursár

Skráning í félagið

Stjórn og nefndir

Nafn:Hlutverk:Sími:Tölvupóstfang:
Friðrik Goethe Formaður8979612skotkop(@)skotkop.is
Þórir IngvarssonRitari skotkop(@)skotkop.is
Mörður ÁslaugarssonGjaldkeri  
Sigurður Ingi JónssonStjórnarmaður  
Hálfdán Ragnar GuðmundssonStjórnarmaður  
Sigurveig Helga JónsdóttirVaramaður  
Bjarki Þór KjartanssonVaramaður  
Nafn:
Karl Einarsson (Formaður)
Breki Atlason
G. Ævar Guðmundsson
Birgir Örn Sveinsson
Nafn:
Sigvaldi Hafsteinn Jónsson (Formaður)
Jón Ingi Kristjánsson
Stefán Eggert Jónsson
Nafn:
Sigurveig Helga Jónsdóttir (Formaður)
Sigurður Ingi Jónsson
Mörður Áslaugarson
Nafn:
Ólafur Sigvaldason
Jónas Hafsteinsson

Lög og reglur félagsins

 1. Þegar komið er að eða farið frá skotvelli / skotsvæði, ber að hafa byssu í tösku.
 2. Heimilt er að fara með byssu óvarða milli skotstæðis og byssugeymslu en þá skal vera öryggisspotti í hlaupi byssunnar.
 3. Skotmanni er skylt að hafa byssuna opna og meðhöndla hana eins og hún sé hlaðin.
 4. Aðeins er heimilt að skjóta í viðurkennda skotstefnu og á viðurkennd skotmörk.
 5. Aðeins æfingastjóri heimilar skotmanni að taka sér stöðu með byssu hlaðna og skjóta.
 6. Þegar gengið er frá byssu á skotstæði skal byssan vera opin með öryggisspotta í hlaupi. 
 7. Þegar skotmark er skoðað skal kveikja á viðvörunar-/öryggisljósum.
 8. Þegar skoða þarf skotmark skal byssa vera opin og með öryggisspota í gegnum hlaupið. Allir aðrir en þeir sem skoða skotmarkið standa fyrir aftan rauðu öryggislínuna. Á þeim tíma má enginn meðhöndla byssu.
 9. Skotmaður sem þarf að mehöndla byssu á einhvern hátt, skal fá leyfi æfingastjóra, mótsstjóra, dómara o.s.frv. Þá skal öryggisspotti vera í hlaupi byssu. Undantekning frá þeirri reglu er þegar verið er að þrífa hlaup.
 10. Lágmarks skotfjarlægð í púðursal er 25 metrar og 10 metrar í loftsal. Ekki má skjóta á styttri vegalengdum en þessum.
 11. Í loftsal er heimilt að nota:
  • Keppnisloftbyssur með hlaupvídd 4.5mm/.177
  • Hámark leyfilegs afsl loftbyssu / loftriffils er 7.5 kilo/joule.
   Veiðiloftrifflar og skammbyssur skulu notaðar í púðursal.
 12. Í púðursal er heimilt að nota:
  • .22lr skot í riffla og skammbyssur. High Velocity skot eru ekki leyfileg. 
  • 7.62mm – 9.65mm (.38 cal.) er hámarks hlaupvídd í gróf skambyssu. 
   High Power og Magnum skot eru ekki leyfileg.
 13. Æfingastjóri stjórnar skotæfingum og ber ábyrgð á að reglum þessum sé framfylgt. 
 14. Skotamnni er skylt að hlýða settum æfingastjóra.
 15. Brot á þessum reglum geta varðað brottrekstri úr félaginu.

Grein 1.
Nafn félagsins er Skotíþróttafélag Kópavogs, skammstafað SFK, og er heimili þess og varnarþing í Kópavogi.

Grein 2.
Tilgangur félagsins er að efla almennan áhuga á skotfimi, auka þekkingu á byssum og meðferð þeirra, m.a. með því að vinna að bættri aðstöðu til skotæfinga.

Félagið er málsvari þeirra sem stunda skotæfingar og skotíþróttir.

Grein 3.
Félagsmenn geta þeir orðið:

 1. Sem eru íslenskir ríkisborgarar.
 2. Hafa leyfi lögráðamanns ef umsækjandi er undir 18 ára aldurs.
 3. Aukafélagar geta þeir erlendir ríkisborgarar orðið sem stjórnin samþykkir.
 4. Stjórnin getur hafnað umsóknum um félagsaðild ef það er samdóma álit hennar að hætta sé á að umsækjandi geti valdið félaginu og markmiðum þess tjóni.

Grein 4.
Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins og skal sú upphæð ákveðin á aðalfundi.

Gjalddagi árgjalds skal vera 10. febrúar og greiðslu seðlar sendir út um miðjan janúar.

Gildir árgjald frá 1. Janúar til 31. Desember ár hvert.

Auk árgjalds skal hver félagsmaður greiða inntökugjald sem ákveðið skal á aðalfundi og skal inntökugjaldið greitt um leið og inntökubeiðni er lögð fram, en endurgreidd ef beiðni er synjað.

Skuldi félagsmaður árgjald lengur en eitt ár, telst hann ekki lengur fullgildur félagi og nýtur ekki réttinda sem slíkur.

Hafi félagsmaður verið langdvölum utan félagssvæðis er stjórninni heimilt að fella niður árgjald hans, einnig eru þeir félagar sem dveljast langdvölum erlendis undanþegnir félagsgjaldi en eru samt fullgildir félagsmenn.

Grein 5.
Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af eignum félagsins, þótt hann hverfi úr félaginu eða félaginu verði slitið.

Enginn félagsmaður ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins með öðru en gjöldum sínum.  Komi til þess að félaginu verði slitið skulu eignir þess renna til UMSK.

Grein 6.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.

Grein 7.
Félagið starfar samkvæmt reglum ISSF og STÍ og annarra viðurkenndra alþjóðasambanda.

Stjórn getur þó sett sérstakar reglur um innanfélagsmót.

Grein 8.
Stjórn er heimilt að veita viðurkenningar fyrir störf í þágu félagsins, eða íþróttaafrek unnum á vegum þess.

Um viðurkenningar og heiðursfélaga skal setja reglugerð sem samþykkja skal á aðalfundi.

Grein 9.
Stjórn félagsins skal skipa fimm menn; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.

Í varastjórn skal kjósa tvo menn.

Hver maður í stjórn og varastjórn skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn.

Stjórnin hefur á hendi allar framkvæmdir félagsins á milli aðalfunda.

Grein 10.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins og stefnt skal að því að halda aðalfund seinni partinn í febrúar.

Aðalfund í félaginu skal halda ár hvert.

Til almennra félagsfunda skal boða þegar þörf þykir að dómi meirihluta stjórnar, eða þegar minnst 25 félagsmenn óska þess skriflega og tilgreina fundarefni.

Aðalfund skal boða með a.m.k. mánaðar fyrirvara á heimasíðu félagsins www.skotkop.is ásamt fjöldapósti á félagsmenn með skráð tölvupóstfang og með auglýsingu í a.m.k. tveimur dagblöðum.

Stjórn skal halda félagsfund ekki síðar en 15 dögum frá því að henni barst um það beiðni skv. 3. Mgr..

Grein 11.
Tillögur til lagabreytinga skal afhenda stjórn félagsins tveimur dögum fyrir aðalfund félagsins.

Lögum þess verður aðeins breitt með samþykki 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi.

Grein 12.
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins, og skulu þeir hafa legið frammi til athugunar á þeim stað sem stjórnin ákveður í eina viku fyrir aðalfund.

Grein 13.
Þessi eru störf aðalfundar:

 1. Fundarsetning.
 2. Fundarstjóri kosinn.
 3. Skýrsla stjórnar.
 4. Fundarritari kosinn.
 5. Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
 6. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
 7. Lagabreytingar.
 8. Stjórnarkosning, sbr. 9. Grein.
 9. Nefndarkosningar.
 10. Kosning þriggja manna aganefndar.
 11. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
 12. Kjör fulltrúa á þing UMSK og STÍ og jafn marga til vara.
 13. Ákvörðun árgjalds og inntökugjalds.
 14. Önnur mál.
 15. Fundargerð lesin
 16. Fundarslit.

Grein 14.
Stjórn félagsins skal setja reglur um æfingartíma, ásamt sérstökum reglum um öryggi og umgengni á æfingarsvæðum félagsins og ef félagsmönnum skylt að hlíta þeim.

Um viðurlög við brotum samkvæmt 1. Mgr. Vísast til laga ÍSÍ.

Stjórn félagsins eða félagsfundi er heimilt að víkja mönnum úr félaginu eftir ítrekuð brot skv. 1. mgr. og ræður þar meirihluti atkvæða.

Brottrekinn félagsmaður getur áfrýjað slíkri ákvörðun til aðalfundar.

Á sama hátt má víkja félagsmanni úr félaginu sem með framkomu sinni hnekkir áliti félagsins og skaðar málstað skotíþrótta.

Grein 15.
Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og þá með samþykki meirihluta allra félagsmanna.

Grein 16.
Stjórn félagsins skal skila STÍ skýrslum um innanfélagsmót, sbr. lög og reglur UMSK.

Grein 17.
Að öðru leyti vísast til laga ÍSÍ og UMSK.

Það er gott að skjóta í Kópavogi

SkotKop-Target

Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.