Abler.io Leiðbeiningar

Skráningar í gegnum Abler.io

Skotíþróttafélag Kópavogs mun ekki senda út kröfur fyrir ógreiddum félagsgjöldum fyrir árið sem er hafið, né næstu ár og vill beina félagsmönnum sínum á að endurnýja áskriftina sína í gegnum Abler.io en hægt er að nálgast Abler síðuna okkar hér

Til þess að skrá sig í Abler er farið á skráningarsíðu Abler.io hér, þar sem hægt er að skrá sig með netfangi eða rafrænum skilríkjum.

Svo er valið Almennt Árgjald til þess að fara áfram í kaupaferlið.


Þegar áskriftin er keypt svona er hægt að greiða með Korti og sleppa þannig kröfugjaldi og auðvelt er að láta áskriftina endurnýjast árlega og einnig ætti fjölskylduafsláttur að koma inn sjálfkrafa ef annar aðili á sama húsnúmeri er skráður í félagið fyrir.