SkotKóp
Félagið
Stjórn og nefndir – Verðskrá – Æfingatöflur
Skráning í félagið – Lög og öryggisreglur
Æfingatöflur Félagsins
Hér má sjá æfingatöflur félagsins eins og þær eru þegar skipulagðar æfingar eru í gangi.
Starfsemi í félaginu er samt komin í sumarfrí en við munum auglýsa það á síðunni okkar og á Facebook síðu félagsins þegar nákvæm dagsetning er komin á haust opnun.
Púðursalur | Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|---|
08:00 – 10:00 | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Fríbyssa* | |
10:00 – 12:00 | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Fríbyssa* | Veiðirifflar |
12:00 – 14:00 | Lögreglan | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Lögreglan | BR50 | ||
14:00 – 15:00 | Lögreglan | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | Lögreglan | BR50 | ||
15:00 – 16:00 | Lögreglan (LRH) | Lögreglan (LRH) | |||||
16:00 – 17:00 | Fríbyssa* | ||||||
17:00 – 18:00 | Fríbyssa* | ||||||
18:00 – 19:00 | |||||||
19:00 – 20:00 | Sport/Standard | 50m liggjandi riffill | Silhouette | Grófbyssa | 50m liggjandi riffill | ||
20:00 – 21:00 | Sport/Standard | 50m liggjandi riffill | Silhouette | Sport/Standard | 50m liggjandi riffill | ||
21:00 – 22:00 | |||||||
22:00 – 23:00 |
Æfingastjórar Púðursal:
Skammbyssugreinar: | Silhouette: | BR50: | Veiðirifflar: | 50m liggjandi riffill: |
---|---|---|---|---|
Friðfinnur Gunnarsson | Breki Atlason | Jón Ingi | G. Ævar Guðmundsson | Birgir Örn Sveinsson |
Friðrik Goethe | Vormur Þórðarson | Stefán Eggert | ||
Þórir Ingvarsson | Bjarni Valsson | |||
Mörður Áslaugarson |
* ekki fastar æfingar með æfingastjóra
Loftsalur | Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
---|---|---|---|---|---|---|---|
16:00 | |||||||
17:00 | Ungliðahópur Lokuð æfing | ||||||
18:00 | |||||||
19:00 | Loftbyssa/Riffill Opin æfing | Loftbyssa/Riffill Opin æfing | |||||
20:00 | Loftbyssa/Riffill Opin æfing | Blandaður hópur Lokuð æfing | Loftbyssa/Riffill Opin æfing | ||||
21:00 | |||||||
22:00 |
Æfingastjórar Loftsal:
- Bjarki Sigfússon
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurveig Helga Jónsdóttir
- Þór Þórhallsson
- Guðni Sigurbjarnason
- Jónas Hafsteinsson
Skráning í Félagið
Skráningar í félagið fara nú alfarið í gegnum Abler.io síðu félagsins en hana er hægt að nálgast með því að smella hér.
Núna er eingöngu í boði Árgjald Almennt en Hjónagjaldið kemur sjálfkrafa inn þegar aðili á sama húsnúmeri og annar virkur iðkandi kaupir ársáskrift.
Í haust stefnum við á að byrja með námskeið fyrir fullorðna sem og ungliða og ef þú vilt fá pláss á fyrstu námskeiðunum getur þú skráð þig á póstlista hér og við sendum póst um leið og það skýrist frekar.
Vantar þig félagaskírteini?
Vantar þig félagaskírteini?
Fylltu út formið hér fyrir neðan og þú færð tilkynningu þegar það er tilbúið!
Stjórn og nefndir
Nafn: | Hlutverk: | Sími: | Tölvupóstfang: |
---|---|---|---|
Bjarki Þór Kjartansson | Formaður | skotkop(@)skotkop.is | |
Bjarni Valsson | Varaformaður | skotkop(@)skotkop.is | |
Guðmundur Tryggvi Ólafsson | Ritari | skotkop(@)skotkop.is | |
Guðrún Sæborg Ólafsdótir | Gjaldkeri | gjaldkeri(@)skotkop.is | |
Axel Goethe | Meðstjórnandi | skotkop(@)skotkop.is | |
Sigurður Ingi Jónsson | Varamaður | ||
Birgir Örn Sveinsson | Varamaður |
Nafn: |
---|
Birgir Örn Sveinsson (Formaður) |
Ómar Gunnarsson |
Jón Elfar Þórðarson |
G. Ævar Guðmundsson |
Nafn: |
---|
Sigvaldi Hafsteinn Jónsson (Formaður) |
Jón Ingi Kristjánsson |
Stefán Eggert Jónsson |
Nafn: |
---|
Sigurveig Helga Jónsdóttir (Formaður) |
Sigurður Ingi Jónsson |
Axel Goethe |
Nafn: |
---|
Ólafur Sigvaldason |
Eiríkur Björnsson |
Til vara: Sverrir Jónsson |
Lög og reglur félagsins
- Þegar komið er að eða farið frá skotvelli / skotsvæði, ber að hafa byssu í tösku.
- Heimilt er að fara með byssu óvarða milli skotstæðis og byssugeymslu en þá skal vera öryggisspotti í hlaupi byssunnar.
- Skotmanni er skylt að hafa byssuna opna og meðhöndla hana eins og hún sé hlaðin.
- Aðeins er heimilt að skjóta í viðurkennda skotstefnu og á viðurkennd skotmörk.
- Aðeins æfingastjóri heimilar skotmanni að taka sér stöðu með byssu hlaðna og skjóta.
- Þegar gengið er frá byssu á skotstæði skal byssan vera opin með öryggisspotta í hlaupi.
- Þegar skotmark er skoðað skal kveikja á viðvörunar-/öryggisljósum.
- Þegar skoða þarf skotmark skal byssa vera opin og með öryggisspota í gegnum hlaupið. Allir aðrir en þeir sem skoða skotmarkið standa fyrir aftan rauðu öryggislínuna. Á þeim tíma má enginn meðhöndla byssu.
- Skotmaður sem þarf að mehöndla byssu á einhvern hátt, skal fá leyfi æfingastjóra, mótsstjóra, dómara o.s.frv. Þá skal öryggisspotti vera í hlaupi byssu. Undantekning frá þeirri reglu er þegar verið er að þrífa hlaup.
- Lágmarks skotfjarlægð í púðursal er 25 metrar og 10 metrar í loftsal. Ekki má skjóta á styttri vegalengdum en þessum.
- Í loftsal er heimilt að nota:
- Keppnisloftbyssur með hlaupvídd 4.5mm/.177
- Hámark leyfilegs afsl loftbyssu / loftriffils er 7.5 kilo/joule.
Veiðiloftrifflar og skammbyssur skulu notaðar í púðursal.
- Í púðursal er heimilt að nota:
- .22lr skot í riffla og skammbyssur. High Velocity skot eru ekki leyfileg.
- 7.62mm – 9.65mm (.38 cal.) er hámarks hlaupvídd í gróf skammbyssu.
High Power og Magnum skot eru ekki leyfileg.
- Æfingastjóri stjórnar skotæfingum og ber ábyrgð á að reglum þessum sé framfylgt.
- Skotmanni er skylt að hlýða settum æfingastjóra.
Verði æfingastjóri var við ógætilega meðferð skotmanns á skotvopni eða ef skotmaður hlýðir ekki fyrirmælum æfingastjóra skal æfingastjóri veita skotmanni aðvörun. Skal hún veitt skriflega og nægir tölvupóstur í því efni og telst skrifleg tilkynning, svo lengi sem pósturinn berist einnig stjórn félagsins.
Þegar stjórn berst aðvörun félagsmanns mun stjórnin koma erindinu áfram á starfandi aganefnd félagins sem mun taka ákvörðun um hvort málið verði tekið fyrir, og ef það verður tekið fyrir verði skotmanni boðið að vera viðstaddur þegar málið er tekið fyrir.- Brot á þessum reglum geta varðað brottrekstri úr félaginu.
Grein 1.
Nafn félagsins er Skotíþróttafélag Kópavogs, skammstafað SFK, og er heimili þess og varnarþing í Kópavogi.
Grein 2.
Tilgangur félagsins er eftirfarandi:
- Félagið er málsvari þeirra sem stunda skotæfingar og skotíþróttir
- vinna að bættri aðstöðu til skotæfinga
- að efla almennan áhuga á skotfimi
- auka þekkingu á skotvopnum og meðferð þeirra
- vinna gegn ógætilegri notkun skotvopna
Grein 3.
Félagsmenn geta þeir orðið:
- Sem eru íslenskir ríkisborgarar.
- Hafa leyfi lögráðamanns ef umsækjandi er undir 18 ára aldurs.
- Aukafélagar geta þeir erlendir ríkisborgarar orðið sem stjórnin samþykkir.
- Stjórnin getur hafnað umsóknum um félagsaðild ef það er samdóma álit hennar að hætta sé á að umsækjandi geti valdið félaginu og markmiðum þess tjóni.
Grein 4.
Félagsmenn skulu greiða árgjald til félagsins og skal sú upphæð ákveðin á aðalfundi.
Gjalddagi árgjalds skal vera 10. febrúar og greiðslu seðlar sendir út um miðjan janúar.
Gildir árgjald frá 1. Janúar til 31. Desember ár hvert.
Auk árgjalds skal hver félagsmaður greiða inntökugjald sem ákveðið skal á aðalfundi og skal inntökugjaldið greitt um leið og inntökubeiðni er lögð fram, en endurgreidd ef beiðni er synjað.
Skuldi félagsmaður árgjald lengur en eitt ár, telst hann ekki lengur fullgildur félagi og nýtur ekki réttinda sem slíkur.
Hafi félagsmaður verið langdvölum utan félagssvæðis er stjórninni heimilt að fella niður árgjald hans, einnig eru þeir félagar sem dveljast langdvölum erlendis undanþegnir félagsgjaldi en eru samt fullgildir félagsmenn.
Grein 5.
Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af eignum félagsins, þótt hann hverfi úr félaginu eða félaginu verði slitið.
Enginn félagsmaður ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins með öðru en gjöldum sínum. Komi til þess að félaginu verði slitið skulu eignir þess renna til UMSK.
Grein 6.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Grein 7.
Félagið starfar samkvæmt reglum ISSF og STÍ og annarra viðurkenndra alþjóðasambanda.
Stjórn getur þó sett sérstakar reglur um innanfélagsmót.
Grein 8.
Stjórn er heimilt að veita viðurkenningar fyrir störf í þágu félagsins, eða íþróttaafrek unnum á vegum þess.
Um viðurkenningar og heiðursfélaga skal setja reglugerð sem samþykkja skal á aðalfundi.
Grein 9.
Stjórn félagsins skal skipa fimm menn; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.
Í varastjórn skal kjósa tvo menn.
Hver maður í stjórn og varastjórn skal kostinn sérstaklega til eins árs í senn.
Stjórnin hefur á hendi allar framkvæmdir félagsins á milli aðalfunda.
Stjórn skiptir með sér verkefnum og ákveður starfstilhögun hverju sinni.
Stjórnarfundi skal halda reglulega. Formaður boðar til stjórnarfundar og ræður afl atkvæða úrslitum á stjórnarfundum. Stjórnarfundur er löglegur ef þrír stjórnarmenn eru mættir, þar með formaður eða varaformaður, enda hafi allir stjórnarmenn verið boðaðir til fundarins.
Grein 10.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins og stefnt skal að því að halda aðalfund seinni partinn í febrúar, ár hvert.
Til almennra félagsfunda skal boða þegar þörf þykir að dómi meirihluta stjórnar, eða þegar minnst 25 félagsmenn óska þess skriflega og tilgreina fundarefni.
Aðalfund skal boða með a.m.k. mánaðar fyrirvara á heimasíðu félagsins www.skotkop.is ásamt fjöldapósti á félagsmenn með skráð tölvupóstfang. Skal kynna aðalfund á sem víðtækastan hátt fyrir félagsmönnum. Í fundarboði skal greina frá fundarefni.
Aukaaðalfund skal halda ef meirihluti stjórnar telur nauðsynlegt og skal til hans boðað með sama hætti og til aðalfundar og hafa þeir sama vald, enda sé fundarefni tilgreint í fundarboði.
Grein 11.
Tillögur til lagabreytinga skal afhenda stjórn félagsins tveimur dögum fyrir aðalfund félagsins.
Lögum þess verður aðeins breitt með samþykki 2/3 greiddra atkvæða á aðalfundi.
Grein 12.
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári og leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins, og skulu þeir hafa legið frammi til athugunar á þeim stað sem stjórnin ákveður í eina viku fyrir aðalfund.
Grein 13.
Þessi eru störf aðalfundar:
- Fundarsetning.
- Fundarstjóri kosinn.
- Skýrsla stjórnar.
- Fundarritari kosinn.
- Nefndir gera grein fyrir störfum sínum.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
- Lagabreytingar.
- Stjórnarkosning, sbr. 9. Grein.
- Nefndarkosningar.
- Kosning þriggja manna aganefndar.
- Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara.
- Kjör fulltrúa á þing UMSK og STÍ og jafn marga til vara.
- Ákvörðun árgjalds og inntökugjalds.
- Önnur mál.
- Fundargerð lesin
- Fundarslit.
Grein 14.
Stjórn félagsins skal setja reglur um æfingatíma, ásamt sérstökum reglum um öryggi og umgengni á æfingasvæðum félagsins og er félagsmönnum skylt að hlíta þeim.
Stjórn skipar æfingastjóra í hverri íþróttagrein og skal æfingastjóri sjá til þess að æfingin fari fram samkvæmt reglum um öryggi og umgengni á æfingasvæðum.
Um viðurlög við brotum samkvæmt reglum um öryggi og umgengni á æfingasvæðum vísast til laga ÍSÍ.
Stjórn félagsins eða félagsfundi er heimilt að víkja mönnum úr félaginu hafi menn fengið þrjár skriflegar aðvaranir af hálfu æfingastjóra vegna brota á reglum um öryggi og umgengni á æfingasvæðum. Ræður meirihluti atkvæða stjórnar eða félagsfundar.
Á sama hátt má víkja félagsmanni úr félaginu sem með framkomu sinni hnekkir áliti félagsins og skaðar málsstað skotíþrótta.
Hafi æfingastjóri tilkynnt stjórn og aganefnd skriflega um brot félagsmanns á reglum um öryggi og umgengni á æfingasvæðum og þriðju aðvörun til félagsmanns, er viðkomandi félagsmaður í æfingabanni á meðan aganefnd hefur málið til umfjöllunar. Um málsmeðferð aganefndar vísast til verklagsreglna nefndarinnar.
Áður en ákvörðun um brottvísun er tekin skal gefa viðkomandi félagsmanni kost á að tjá sig um málið. Getið skal um ástæður brottvísunar í ákvörðun félagsins.
Brottrekinn félagsmaður getur áfrýjað slíkri ákvörðun til aðalfundar.
Grein 15.
Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og þá með samþykki meirihluta allra félagsmanna.
Grein 16.
Stjórn félagsins skal skila STÍ skýrslum um innanfélagsmót, sbr. lög og reglur UMSK.
Grein 17.
Að öðru leyti vísast til laga ÍSÍ og UMSK.
Hér birtum við fundargerðir stjórnarfunda Skotíþróttafélags Kópavogs til þess að auka gegnsæi starfa stjórnar.
- Aðalfundargerð 2023
- Stjórnarfundur 12.febrúar 2023
- Stjórnarfundur 1.janúar 2023
- Stjórnarfundur 8.desember 2022
- Stjórnarfundur 1. nóvember 2022
- Stjórnarfundur 25. október 2022
- Stjórnarfundur 8. október 2022
- Stjórnarfundur 15. ágúst 2022
- Stjórnarfundur 04. maí 2022
- Stjórnarfundur 06. apríl 2022
- Aðalfundargerð 2022
- Stjórnarfundur 05. janúar 2022
- Stjórnarfundur 01. desember 2021
- Stjórnarfundur 06. október 2021
- Stjórnarfundur 08. september 2021
- Stjórnarfundur 19. ágúst 2021
- Stjórnarfundur 02. júní 2021
- Stjórnarfundur 27. maí 2021 (auka fundur vegna dómsmáls)
- Stjórnarfundur 05. maí 2021
- Stjórnarfundur 07. apríl 2021
- Stjórnarfundur 10. mars 2021
Það er gott að skjóta í Kópavogi
Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.