Skotíþróttafélag Kópavogs tekur vel á móti nýliðum af öllum stærðum og gerðum

Þú þarft ekki að vera með Skotvopnaleyfi til þess að hefja æfingar í Skotíþróttafélagi Kópavogs þar sem Skotstjórarnir okkar hafa heimldir til þess að leiðbeina iðkendum á Skotæfingum á viðurkenndu skotsvæði.

Það þarf einungis að hafa náð 15. aldursári til þess að hefja æfingar hjá Skotíþróttafélagi Kópavogs í Loftriffil, Loftskammbyssu og Randkveiktum Riffil (.22lr riffil greinar).

Við seljum skot á staðnum og erum með lánsbyssur í öllum greinum félagsins.

Skráning er hafin á fyrstu námskeið tímabilsins í loftskammbyssu á Abler síðu félagsins, en æfingarnar á þessari önn verða á þriðjudögum í vetur og lítur taflan svona út:

  • Ungliða hópur (15-20 ára) 17:00 – 18:00
  • Kvenna hópur 18:00 – 19:00
  • Blandaður hópur 20:00 – 21:00

Ef þú nærð ekki plássi og langar að fá póst næst þegar við förum af stað með námskeið máttu endilega skrá þig á listann hjá okkur hér fyrir neðan.

Subscribe

* upplýsinga krafist
Loftskammbyssa
Loftriffill

Intuit Mailchimp

Aðstaðan Okkar

Skotíþróttafélag Kópavogs er eingöngu með innisvæði þannig að allar greinar sem stundaðar eru hjá félaginu eru stundaðar innandyra. 

Við erum með 10 metra sal þar sem stundaðar eru loftgreinar og svo erum við með 50 metra sal þar sem stundaðar eru greinar á 25 metrum, 40 metrum og 50 metrum.

Hér fyrir neðan er hlekkur þar sem hægt er að skoða nánari upplýsingar um greinarnar okkar

Það er gott að skjóta í Kópavogi

SkotKop-Target

Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.