Styrkur Skotíþróttafélags Kópavogs til keppenda er hugsaður til þess að koma til móts við þann mikla kostnað sem fylgir því að keppa í sínum greinum.
Það sem þarf að koma fram í umsókn er eftirfarandi:
- Hvaða mót er stefnt á að taka þátt í á næsta keppnistímabili
- Hvar og hvenær eru þau mót haldin
- Áætlaður kostnaður við að fara á hvert mót
- Aðrir styrkir sem sótt er um fyrir sömu mótum