
SkotKóp
Blogg
Hér höldum við til haga formlegum fréttum og tilkynningum félagsins.
Daglegar fréttir má nálgast á Facebook síðu félagsins.
Fréttir & Tilkynningar
Forgotten Weapons
Núna er komið á netið nýr þáttur frá,, Forgotten Weapons,, Ian McCollum. Iceland´s Domestic Guns: The Drífa and Others. Virkilega áhugaverður þáttur um Íslenskar byssur og byssusmiði.
Vinnustofa NSF
Um helgina var haldin kynning og vinnustofa á vegum Norska Skotsambandsins, en þær Helene og Gyda fræddu okkur mikið um starfið í Noregi og gáfu okkur góðar leiðir til þess að þróa félögin okkar áfram á næstu mánuðum. Við buðum þeim svo á smá rúnt, en við sýndum Þingvelli, Brúarfoss, Geysi og svo Gullfoss og
Opnun félagsins í janúar
Miðað við framvindu mála í þessum miklu framkvæmdum sem aðstaðan okkar gengur í gegnum um þessar mundir getur stjórnin og húsanefndin ekki séð fram á það að aðstaðan okkar geti opnað fyrr en eftir áramótin, og stefnum við því að formlegri opnun félagsins með opnu húsi félagsmanna og velunnara þann 5. janúar næstkomandi klukkan 18:00.
Jón Þór á HM í 300m
Jón Þór Sigurðsson keppti í dag á Heimsmeistaramóti í 300M Riffil í Cairo, Egyptalandi. Jón Þór endaði með að skjóta 594-29x stig, en það er 5 stigum undir Simon Claussen sem endaði í fyrsta sæti á mótinu. Einnig munaði bara einu stigi að hann Jón Þór jafnaði eigið Íslandsmet í 300M riffil en það er
Vinnustofa skyting.no
Þann 5.nóvember næstkomandi munum við halda vinnustofu með tvemur fulltrúum Skotsambandsins í Noregi um þróun skotíþróttafélaga. Byrjað verður á kynningu á starfi Norska Skotsambandsins en svo verður farið í að greina hvar við stöndum í dag, hvert okkur langar að stefna með félögin okkar og hvernig við komumst á þann stað. Þetta er fyrsta skrefið
Mótaskrá STÍ 2022 – 2023
Mótaskráin fyrir komandi tímabil er kominn á heimasíðu STÍ,, endilega skoða og taka þátt í sem flestum mótum.
Það er gott að skjóta í Kópavogi

Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.