SkotKop-Target

SkotKóp

Blogg

Hér höldum við til haga formlegum fréttum og tilkynningum félagsins.
Daglegar fréttir má nálgast á Facebook síðu félagsins.

Fréttir & Tilkynningar

Þrír á verðlaunapall – 50m liggjandi riffil

Félagsmenn Skotíþróttafélags Kópavogs stóðu sig ótrúlega vel um helgina, en félagsmenn okkar enduðu í fyrsta sæti í karla og kvenna flokki. Jón Þór Sigurðsson sigraði karla flokk með 622,4 stig, Bára Einarsdóttir sigraði kvenna flokkinn með 610,6 stig og Guðrún Hafberg endaði í þriðja sæti með 576,2 stig. Félagsmenn SÍ prýddu næstu tvö pláss á

Nánar »

Mótaskrár fyrir árið 2021

Búið er að setja saman dagskrá móta, bæði á vegum Skotíþróttafélags Kópavogs fram að sumri og Skotíþróttasambandi Íslands út september þessa árs. Áætluð innanfélagsmót má sjá á vefnum okkar hér og áætluð mót á vegum Skotíþróttasambands Íslands má sjá á sama stað eða á vef STÍ.

Nánar »

Innanfélagsmót í Veiðiriffli

Haldið var innanfélagsmót í Veiðiriffli í Skotíþróttafélagi Kópavogs þann 7. mars síðastliðinn. Í Karlaflokki bar Ómar Gunnarsson sigur úr býtum en í Kvennaflokki bar Heiða Lára sigur úr Býtum. Karlaflokkur:1.sæti Ómar Gunnarsson 293 stig2.sæti Pétur Guðbjörnsson 286 stig3.sæti Pawel Radwaski 282 stig Kvennaflokkur:1.sæti Heiða Lára 272 stig2.sæti Guðrún Hafberg 262 stig3.sæti Bríet 257 stig4.sæti Sigurlaug

Nánar »

Mótahald hefst aftur

Vegna tilslakana á sóttvarnareglum mun mótahald á vegum Skotíþróttafélags Kópavogs og Skotíþróttasambands Íslands hefjast aftur með mótum í 50 metra liggjandi riffil og 50 metra þrístöðu um næstu helgi, 13-14 mars í Egilshöll. Við munum taka við skráningum hér út þriðjudaginn 9 mars. Einnig er ný starftekin mótanefnd á fullu í að setja saman áætlun

Nánar »

Aðalfundur fer fram 3.mars 2021

Hér með er boðað til aðalfundar Skotíþróttafélags Kópavogs, þann 3.mars n.k. kl.20:00 Fundurinn fer fram í húsnæði félagsins, íþróttahúsinu Digranesi. Venjulega aðalfundarstörf.

Nánar »

Æfingar hefjast aftur.

Æfingar hefjast aftur á miðvikudaginn, en þá verða íþróttaæfingar aftur heimilar og samkoma allt að 50 manns. Grímuskylda verður í húsakynnum SFK, nema á skotlínu sé hægt að halda 2.m.fjarlægð milli skotmanna. Af því má dæma að ef ekki næst að halda 2.m.milli skotmanna, t.d.ef allar skotbanar nýttir, þá verða skotmenn að brúka grímur.Sóttvarnir eru

Nánar »

Það er gott að skjóta í Kópavogi

SkotKop-Target

Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.