SkotKop-Target

SkotKóp

Blogg

Hér höldum við til haga formlegum fréttum og tilkynningum félagsins.
Daglegar fréttir má nálgast á Facebook síðu félagsins.

Fréttir & Tilkynningar

Úrslit í Veiðirifflamóti

Í dag var haldið 5. veiðirifflamót vetrarins, en í karlaflokki enduðu úrslitin svo:1. sæti Ómar Gunnarsson 295 stig2. sæti Pétur Már Ólafsson 291 stig3. sæti Birgir Örn Sveinsson 285 stig Úrslitin í Kvennaflokki enduðu svo:1.sæti Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir 288 stig2.sæti Guðrún Hafberg 259 stig

Nánar »

Úrslit í Landsmóti Loftgreina

Þann 12. mars var haldið Landsmót loftgreina hér í Digranesi. Í loftskammbyssu kvennaflokki var efst Aðalheiður Lára úr Skotfélagi Snæfellsness með 526 stig og önnur var Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 523 stig. Í loftskammbyssu karlaflokki var efstur Magnús Ragnarsson úr Skyttum með 528 stig, annar var Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur með

Nánar »

Nýtt Íslandsmet í 50m Prone

Síðustu helgi sló Jón Þór Sigurðsson nýtt Íslandsmet í 50 metra liggjandi riffli með 626,1 stigi í Egilshöll. Þessi árangur var jöfnun á besta árangri í Evrópu á síðasta ári og hefði þetta skor skilað honum 5. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó. Við óskum Jóni til hamingju með frábæran árangur.

Nánar »

Riðlaskipting 12.03.2022

Búið er að skipta niður í riðla fyrir mótið í loftgreinum sem haldið verður þann 12. mars næstkomandi. Mótsæfing verður haldin á föstudaginn 11. mars frá 18:00-19:00. Riðlaskipting á PDF

Nánar »

HM í BR50

Heimsmeistaramót WBSF í BR50 (Bench Rest með cal.22 rifflum) fer fram í Luxemburg dagana 11.-17.september 2022 og erum við að athuga áhuga okkar keppenda á því að taka þátt. Frekari upplýsingar um mótið eru aðgengilegar hér: https://www.fltas.lu/rimfire-world-benchrest-championships/  Aðkoma STÍ að þessu móti verður eingöngu sú að skrá keppendur til leiks, koma nauðsynlegum formum til mótshaldara

Nánar »

Veiðirifflamót

Veiðirifflamót var haldið í dag, en Pétur Guðbjörnsson vann karlaflokkinn með 297 stig og Silla Rósa vann kvennaflokkinn með 292 stig.

Nánar »

Það er gott að skjóta í Kópavogi

SkotKop-Target

Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.