SkotKóp
Blogg
Hér höldum við til haga formlegum fréttum og tilkynningum félagsins.
Daglegar fréttir má nálgast á Facebook síðu félagsins.
Fréttir & Tilkynningar
300m Lapua European Cup 2023, Buchs, Swiss, 22 – 23 júní.
Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, hefur nú lokið keppni, hann var í öðru sæti með 596 (34x) stig sem er nýtt Íslandsmet. Í fyrsta sæti var Jörg Niehüser (GER) á 597 (29x) stigum, í þriðja sæti var Andreas Jansson (SWE) á 595 (27x) stigum. Þetta var alveg gríðarlega sterkt mót, keppendur í 4 – 5
300m Lapua European Cup 2023, Buchs, Swiss, 22 – 23 júní.
Jón Þór Sigurðsson Skotíþróttafélagi Kópavogs, er að keppa á þessu móti. Eftir fyrri daginn (í gær) er hann í þriðja sæti með 595 stig, sem er jöfnun á Íslandsmeti sem hann á sjálfur. Þetta er mjög sterkt mót, fjórir efstu menn eru allir á 595 stigum og það munar bara þremur stigum á fyrsta og
Opið fyrir umsóknir í Keppnissjóð SFK
Skotíþróttafélag Kópavogs er alltaf vinna að því að styðja betur við keppnisfólkið okkar og höfum opnað fyrir umsóknir í Keppnissjóð félagsins. Enn er unnið að rammanum utan um þessa styrki svo það er ekki hægt að birta forsendur styrkþega strax en við munum birta það samhliða upplýsingum um úthluðaða styrki. Umsóknir fyrir styrki út næsta
BR50, Light/Heavy Varmint, Akureyri 10-11/6´23
Helgina 10-11/6´23 fór fram BR50 keppni á Akureyri, , keppt var í Light/Heavy Varmint í mjög vondu veðri, mikið rok var sem truflaði keppendur mikið. Jón Ingi Kristjánsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, keppti í Heavy Varmint og vann keppnina á: 238-227-214 = 679 = 20X Í unglingaflokki í Heavy Varmint var í öðru sæti Hólmgeir Örn Jónsson
Glæsilegur árangur á Möltu
Í gær fór fram keppni í Loftskammbyssu á Smáþjóðleikunum á Möltu og gekk skyttum SFK mjög vel. Ívar Ragnarsson endaði efstur eftir undankeppnina með 564 stig, og endaði svo í öðru sæti í úrslitum með 227,3 stig og fer því heim með Silfrið. Bjarki Sigfússon endaði í 4 sæti eftir undankeppnina með 548 stig, og
Sumarfrí félagins 2023
Þá er vel liðið á seinustu viku æfinga í félaginu okkar, en flestar greinar félagsins eru komnar í sumarfrí. Eina æfingin sem er eftir er í Enskum riffil á morgun. En við í ungliðastarfinu héldum æfingu með öðru móti en við erum vön seinasta mánudag, en þar sem þetta var seinasta æfing annarinnar buðum við
Það er gott að skjóta í Kópavogi
Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.