Evrópumeistaramót, Osijek, Króatía.

Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs var að ljúka keppni í 300 m, prone og var í 21 sæti af 29 keppendum með 97-99-99-98-99-95-587/25x stig.

Í fyrsta sæti var Rajmond Debevec (Slo) á 598 stigum, þetta er einn besti skotíþrótta maður Evrópu, hann á 3 verðlaun frá Olympiuleikum og 10 verðlaun frá heimsmeistara mótum. (Er 61 ára og hefur verið á 8 OL)

Í öðru sæti var Alexander Schmirl (Aut) á 596/40x stigum.

Í þriðja sæti var Peter Sidi (Rou) á 596/34x stigum. (Hann var dæmdur í 2 ára keppnisbann í júní 2021, sjá Wiki)

2-3-4-5 sæti voru öll á 596 stigum,, en það er sama skor og Íslandsmet Jóns Þórs,, það eru mjög góðar upplýsingar um mótið á www.issf-sports.org, skor keppenda og myndir af öllum skotskífum.