SkotKop-Target

SkotKóp

Blogg

Hér höldum við til haga formlegum fréttum og tilkynningum félagsins.
Daglegar fréttir má nálgast á Facebook síðu félagsins.

Fréttir & Tilkynningar

Jón Þór Skotíþróttamaður ársins

Á dögunum voru útnefnd Skotíþrótta maður og kona ársins og hlaut hann Jón Þór Sigurðsson titilinn Skotíþróttamaður ársins 2023 ásamt Jórunni Harðardóttur sem var útnefnd Skotíþróttakona ársins. Jón Þór Sigurðsson átti mjög góðan árangur á árinu sem leið en auk þess að vinna mörg mót í sínum greinum, Íslandsmeistaratitla og slá Íslandsmet stóð hann sig

Nánar »

Riðlaskipting fyrir mót helgarinnar

Riðlaskipting er tilbúin fyrir mót helgarinnar í loftgreinum. Keppnisæfing fyrir Loftbyssu verður á milli 18:00 og 19:00 á föstudeginum og keppnisæfing fyrir loftriffil verður frá 17:00-18:00 á laugardeginum.

Nánar »

Viðhaldsvinna í Púðursal félagsins

Upp er komin sú staða að það liggur mikið á því að lagfæra skotgildruna í púðursal félagsins og verðum við því að loka salnum næstkomandi laugardag og sunnudag (18-19 nóvember). Ekki er reiknað með að þetta taki lengri tíma en það. Kveðja, Stjórnin

Nánar »

Mótahald og skráningar

Opnað hefur verið fyrir skráningar á þau STÍ mót sem haldin eru fyrir áramót á vefnum okkar og hvetjum við alla til þess að skrá sig. Einnig erum við að reyna að efla innanhúss mótastarf félagsins en margar greinar hafa nýtt fyrstu æfinguna í hverjum mánuði til þessa og ætlum við að bæta við innanfélagsmóti

Nánar »

Haustopnun félagsins 2023

Starfsemi félagsins fer aftur á fullt og á mánudaginn 18.september næstkomandi hefjast æfingar aftur samkvæmt stundarskrá, en ungliðastarf félagsins er þegar farið af stað. Sjáumst þá! Kveðja, Stjórnin og Skotstjórarnir

Nánar »

Heimsmeistaramót, Baku, 2023

Þann 27 ágúst síðastliðinn keppti Jón Þór Sigurðsson SFK, í 300 m prone hann varð í 14 sæti með: 97 – 100 – 99 – 99 – 100 – 99 = 594/29x, sem er einu stigi undir Íslandsmeti sem hann á sjálfur,, 1 sæti (SLO) var með 600 stig, 2 sæti (FIN) var með 599

Nánar »

Það er gott að skjóta í Kópavogi

SkotKop-Target

Ef þig hefur einhverntíman dreymt um að skjóta af skotvopni, en vissir ekki hvernig þú ættir að bera þig að – þá er er um að gera að koma og prófa.