Endurnýjun ISSF Þjálfararéttinda

Nýverið sendi STÍ út tilkynningu vegna endurnýjunar á þjálfararéttindum sem skotstjórar á okkar vegum hafa fengið á námskeiði sem haldið var á vegum STÍ á sínum tíma. Sú tilkynning hljómar svo að þeir sem hafa verið með réttindin eiga að getað tekið stutt námskeið á netinu og endurvirkjað þessi réttindi.

Það er krafa um að viðkomandi hafi verið virkur frá því að prófið var tekið sem þjálfari – En við lítum svo á að þeir skotstjórar sem hafa verið virkir á þessum tíma uppfylli þau skilyrði og hvetjum við þá skotstjóra til þess að endurnýja hjá ISSF og mun félagið styrkja það.