Aarhus Indoor Open, 27/1 og 28/1´24. Íslandsmet

Dagana 27 og 28 jan ´24 keppti Jón Þór Sigurðsson úr SFK í 50m prone og setti þarna nýtt Íslandsmet, 628,5/49x.

Skotnar voru tvær keppnir báða dagana, keppendur voru 15 þarna voru margir af bestu skotíþróttamönnum Danmerkur.

Laugardagur 27/1, Fyrri keppnin, 104,7-105,1-104,8-105,5-104,2-104,2 = 628,5/49x nýtt Íslandsmet, fyrsta sæti.

Laugardagur 27/1, Seinni keppnin, 105,8-104,3-103,3-103,7-105,5-103,5 = 626,1/49x fyrsta sæti.

Sunnudagur 28/1, Fyrri keppnin, 103,5-102,7-103,7-103,5-106,0-103,6 = 623,0/40x annað sæti.

Sunnudagur 28/1, Seinni keppnin, 100,6-104,7-104,2-105,3-104,6-105,0 = 625,5/37x fyrsta sæti.

Carsten Brandt DK, sá sem var í fyrsta sæti, í fyrri keppninni 28/1, hefur unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti, heimsbikarmóti og evrópubikarmóti,, hann var í öðru sæti í fyrri kepninni 27/1,, þessi árangur Jóns Þórs Sigurðssonar er mjög athygliverður, sérstaklega í ljósi þess hversu öflugir keppendur voru þarna.