Um helgina var keppt í Íslandsmeistaramóti í Loftskammbyssu og Loftriffil og unnu þar félagsmenn okkar stórsigur. Uppúr Undankeppninni kom A sveit félagsins eins og hún leggur sig út á toppnum í Karlaflokki en hana skipuðu Ívar Ragnarsson (553-9x), Jón Þór Sigurðsson (550-7x) og Bjarki Sigfússon (545-7x) og endaði sveitin með 1648-23x stig.
Í úrslitum í Loftskammbyssu endaði Ívar Ragnarsson efstur með 232,2 stig og Jón Þór Sigurðsson í þriðja sæti með 204,9 stig. Einnig endaði Adam Ingi Hoybye í fjórða sæti í úrslitum með 185,2 stig og sló þar sitt eigið Íslandsmet í úrslitum í flokki Drengja.
Ívar Ragnarsson varð Íslandsmeistari í Meistaraflokki Karla og Opnum Flokki Karla
Jón Þór Sigurðsson varð Íslandsmeistari í Fyrsta flokki Karla
Adam Ingi Hoybye varð Íslandsmeistari í Drengja flokki
Einnig átti Skotíþróttafélag Kópavogs einn keppanda í Loftriffil en hann Þór Þórhallsson sigraði með 601,9 stigum og varð Íslandsmeistari í sínum flokki (SH2-R5)
Innilega til hamingju með frábæran árangur!