Sumarfrí félagins 2023

Þá er vel liðið á seinustu viku æfinga í félaginu okkar, en flestar greinar félagsins eru komnar í sumarfrí. Eina æfingin sem er eftir er í Enskum riffil á morgun.

En við í ungliðastarfinu héldum æfingu með öðru móti en við erum vön seinasta mánudag, en þar sem þetta var seinasta æfing annarinnar buðum við foreldrum að mæta með unglingunum á æfingu og reyna fyrir sér með græjunum sem unglingarnir hafa verið að æfa á. Það var mjög góð mæting og mættu nánast allir sem hafa verið að æfa seinustu önnina og hver unglingur með foreldra með sér.

Það var gaman að hrista hópinn svona saman fyrir sumarfríið og erum við mjög ánægð með hvernig fór, ekki bara á mánudaginn heldur öll seinasta önn.

Skráning á haustönn er nú opin og er hægt að skrá sig á Sportabler síðu félagsins https://sportabler.com/shop/skotkop