Opið fyrir umsóknir í Keppnissjóð SFK

Skotíþróttafélag Kópavogs er alltaf vinna að því að styðja betur við keppnisfólkið okkar og höfum opnað fyrir umsóknir í Keppnissjóð félagsins.

Enn er unnið að rammanum utan um þessa styrki svo það er ekki hægt að birta forsendur styrkþega strax en við munum birta það samhliða upplýsingum um úthluðaða styrki.

Umsóknir fyrir styrki út næsta keppnistímabil (2023-2024) þurfa að berast í síðasta lagi 1. júlí 2023 og verða veittir styrkir birtir fyrir 1. ágúst.

Til þess að sækja um styrk þarf að fylla út formið hér