Íslandsmót í Loftskammbyssu

í dag var haldið Íslandsmót í Loftskammbyssu í Egilshöllinni, en keppendur á vegum Skotíþróttafélags Kópavogs unnu þar mikinn sigur.

Ívar Ragnarsson, Bjarki Sigfússon og Adam Ingi Höybye Franksson unnu sína flokka og var Ívar krýndur Íslandsmeistari í Meistara flokki og opnum flokki með 566 stig, Bjarki Sigfússon krýndur Íslandsmeistari í fyrsta flokki með 546 stig og Adam krýndur Íslandsmeistari í Drengja flokki með 490 stig.

Einnig unnu þeir Ívar Ragnarsson, Bjarki Sigfússon og Hannes H. Gilbert Íslandsmeistaratitil í Liðakeppni karla með 1.605 stig.

Bjarki Sigfússon endaði einnig í öðru sæti í opnum flokki karla.