300m Lapua European Cup 2023, Buchs, Swiss, 22 – 23 júní.

Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, hefur nú lokið keppni, hann var í öðru sæti með 596 (34x) stig sem er nýtt Íslandsmet. Í fyrsta sæti var Jörg Niehüser (GER) á 597 (29x) stigum, í þriðja sæti var Andreas Jansson (SWE) á 595 (27x) stigum.

Þetta var alveg gríðarlega sterkt mót, keppendur í 4 – 5 – 6 – 7 – 8 sæti voru jafnir með 594 stig og fjöldi á x-um ræður sætaskipan.