Í gær var haldið Landsmót í loftskammbyssu og loftriffil í aðstöðunni okkar í Digranesi og er gaman að segja frá því að mótið var mjög fjölmennt, en 30 skyttur tóku þátt í mótinu.
Auk þess þá skutu 2 skyttur sig upp um flokk og Íslandsmetið í Liðakeppni Kvenna féll.
Þær Jórunn Harðardóttir (547), Kristína Sigurðardóttir (538) og Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir (474) skipuðu lið Skotfélags Reykjavíkur og enduðu með 1.559 stig, en Íslandsmet liðs SA var 1542 stig.
Skotíþróttafélag Kópavogs þakkar fyrir frábæran dag og óskum skyttum dagsins til hamingju með frábæran árangur.
Skorblað er hægt að nálgast á PDF hér