Sigurður Ingi Jónsson

Æfingar hefjast aftur

Ákveðið hefur verið að hefja aftur skipulagðar æfingar félagsins frá og með mánudeginum 13. september. Ungliðastarfið mun hefjast aftur í örlítið bættri mynd þann 14. september með fleiri æfingum í viku og skipt niður eftir aldri. Við verðum með opið hús þar sem hægt er að kynna sér starfið frekar og ræða við okkur þann …

Æfingar hefjast aftur Read More »

Dæmt í máli gegn félaginu

Í gær féll dómur Héraðsdóms Reykjaness um brottvikningu félagsmanns úr Skotíþróttafélagi Kópavogs, en því miður var dómurinn ekki í hag félagsinu. Málið snýst um félagsmann sem var vikið úr félaginu fyrir það að hafa beint skotvopni að einum af skotstjórum félagsins. Úr varð að ákvörðun félagsins var dæmd ólögmæt, félagsmanninum voru dæmdar miskabætur auk þess …

Dæmt í máli gegn félaginu Read More »

Hertar Sóttvarnarreglur

Vegna herta sóttvarnar aðgerða falla allar skipulagðar æfingar félagsins niður næstu 3 vikurnar, eða til og með 15. apríl. Við erum að vinna í lausnum til þess að koma til móts við afreksfólkið okkar. Takk fyrir skilninginn, vonandi varir þetta ástand ekki lengi. Kveðja,Stjórnin

Silhouette mót

Þann 10. mars síðastliðinn var haldið innanfélagsmót í Silhouette. Í karla flokki var Óðinn í fyrsta sæti með 25 stig, Bjarni Valsson í öðru sæti með 22 stig og Hilmar í þriðja sæti með 13 stig. Í kvenna flokki var Heiða Lára í fyrsta sæti með 18 stig, Hafdís í öðru sæti með 9 stig …

Silhouette mót Read More »

Þrír á verðlaunapall – 50m liggjandi riffil

Félagsmenn Skotíþróttafélags Kópavogs stóðu sig ótrúlega vel um helgina, en félagsmenn okkar enduðu í fyrsta sæti í karla og kvenna flokki. Jón Þór Sigurðsson sigraði karla flokk með 622,4 stig, Bára Einarsdóttir sigraði kvenna flokkinn með 610,6 stig og Guðrún Hafberg endaði í þriðja sæti með 576,2 stig. Félagsmenn SÍ prýddu næstu tvö pláss á …

Þrír á verðlaunapall – 50m liggjandi riffil Read More »