Úrslit lofmóta helgarinnar

Landsmót í Loftskammbyssu og Loftriffil fóru fram í Digranesi um helgina og fengum við að halda Loftskammbyssu mótið í stóra salnum í Digranesi.

Það gekk allt vonum framar og var gaman að skjóta til úrslita með áhorfendur í stúkunum að klappa keppendurna áfram.

Úrslitin voru æsispennandi og mjótt var á munum allan tímann, en Jón Þór Sigurðsson sigraði í úrslitum með 0.5 stigum meira en Ívar Ragnarsson sem endaði í öðru sæti. Hann Adam Ingi Höybye endaði í þriðja sæti í úrslitum og Bjarki Sigfússon í fjórða sæti. Einnig komst Tatjana í úrslit og endaði í sjötta sæti.

A-Sveit SFK (Ívar Ragnarsson, Jón Þór Sigurðsson og Bjarki Sigfússon) sigraði einnig í liðakeppni og B-Sveit (Adam Ingi Höybye,Tatjana Jastsuk og Maria Lagou) SFK endaði í öðru sæti.

Einnig skaut hann Valgeir Pétursson sig inn í þriðja flokk á mótinu.

Við þökkum öllum keppendum fyrir þátttökuna og vonum að sjá ykkur aftur á næsta móti.

Við þökkum einnig öllum sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu okkur við að halda mótið, án ykkar hefði þetta ekki verið hægt.

Sækja úrslit úr Loftskammbyssu (PDF)
Sækja úrslit úr Loftriffil (PDF)