Aðalfundur 2024

Boðað er hér með til aðalfundar Skotíþróttafélags Kópavogs mánudaginn 17. mars næstkomandi og hefst klukkan 18:00. Boðið verður upp á glæsilegar veitingar að fundi loknum.

Allar æfingar þann daginn falla niður vegna aðalfundar.

Við óskum eftir því að tilkynningar um framboð og allar tillögur félagsmanna séu sendar inn ekki seinna en 14 dögum fyrir aðalfundinn. eða í seinasta lagi 3. mars með tölvupósti á skotkop@skotkop.is

 

Dagskrá Aðalfundar:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning Fundarstjóra
  3. Kosning fundarritara
  4.  Skýrsla stjórnar
  5. Fundarstjóri býður upp á spurningar vegna skýrslu stjórnar
  6. Nefndir gera grein fyrir störfum á liðnu ári
    • Húsanefnd.
    • Aganefnd.
    • Æskulýðsnefnd.
  7. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
  8. Lagabreytingar. Sjá viðauka.
  9. Kosning stjórnar, samanber  9. Grein í lögum félgsins.
  10. Kosning nefnda.
    • Lagt verður fram að stofna eftirfarandi nefndir:
      • Mótanefnd sem ber ábyrgð á framkvæmd móta
      • Tækjanefnd sem ber ábyrgð á tækjabúnaði félagsins
  11. Kosning skoðunarmanna reikinga
  12. Kosning fulltrúa á þing UMSK og STÍ þing
  13. Meðlima  og félagsgjald
  14. Erindi:
    • Mörður – Sameiginleg aðstaða skotgreina á höfuðborgarsvæðinu
    • Fulltrúi leyfadeildar ríkislögreglustjóra. Áorðnar breytingar á lögum og reglum um kaup, vörslu og notkun skotvopna og skotfæra.
  15. Önnur mál
  16. Fundi slitið

Viðauki 1: Bréf frá UMSK vegna yfirferðar á lögum félagsins