Æfingar hefjast 14.september

Góðir félagar!

Nú er árið búið að líða hratt og því miður lítið verið skotið, en í vor fylgdum við leiðbeiningum íþróttahreyfingarinnar og hættum æfingum. Í haust munum við vonandi geta haldið uppi æfingum, þótt grímuskylda verði í félaginu og tveggja metra reglan viðhöfð á skotlínu, þannig að hægt sé að skjóta án grímu.

Æfingar hefjast að öllu óbreyttu þann 14.september n.k. með hefðbundnu sniði, eins langt og það er hægt. Stundatafla verður gefin út bráðlega og þeir sem vilja bjóða sig fram sem skotstjóra í vetur geta sent okkur póst á skotkop@skotkop.isÞað er gott að skjóta í Kópavogi!