Landsmót í staðlaðri skammbyssu á sunnudag
Sunnudaginn 21.mars. fer fram landsmót í staðlaðri skammbyssu í Digranesi. Við hvetjum félagsmenn til að koma, fylgjast með og styðja sitt fólk.Hér er skipting í riðla fyrir mótið. Mótið hefst kl.09.
Sunnudaginn 21.mars. fer fram landsmót í staðlaðri skammbyssu í Digranesi. Við hvetjum félagsmenn til að koma, fylgjast með og styðja sitt fólk.Hér er skipting í riðla fyrir mótið. Mótið hefst kl.09.
Hér með er boðað til aðalfundar Skotíþróttafélags Kópavogs, þann 3.mars n.k. kl.20:00 Fundurinn fer fram í húsnæði félagsins, íþróttahúsinu Digranesi. Venjulega aðalfundarstörf.
Æfingar hefjast aftur á miðvikudaginn, en þá verða íþróttaæfingar aftur heimilar og samkoma allt að 50 manns. Grímuskylda verður í húsakynnum SFK, nema á skotlínu sé hægt að halda 2.m.fjarlægð milli skotmanna. Af því má dæma að ef ekki næst að halda 2.m.milli skotmanna, t.d.ef allar skotbanar nýttir, þá verða skotmenn að brúka grímur.Sóttvarnir eru …
Vegna mikillar aukningar covid smita á höfuðborgarsvæðinu hafa Almannavarnir lýst yfir neyðarstigi. Þetta hefur óhjákvæmilega áhrif á félagið okkar og hefur stjórn ákveðið að fresta æfingum næstu þrjár vikurnar. Vonandi verður hægt að opna fyrir æfingar eftir þann tíma, en við munum láta vita á heimasíðu félagsins og á Facebook síðu félagsins. Barna og unglingaæfingar …
Góðir félagar! Nú er árið búið að líða hratt og því miður lítið verið skotið, en í vor fylgdum við leiðbeiningum íþróttahreyfingarinnar og hættum æfingum. Í haust munum við vonandi geta haldið uppi æfingum, þótt grímuskylda verði í félaginu og tveggja metra reglan viðhöfð á skotlínu, þannig að hægt sé að skjóta án grímu. Æfingar …
Kórónuverufaraldur hefur sett töluvert strik í reikninginn hjá félaginu okkar en núna er búið að létta nokkuð af takmörkunum. Vanalega væri félagið komið í sumarleyfi, en í ljósi þess að æfingar hafa fallið niður viljum við koma til móts við félagsmenn þannig að allir fari sáttir inn í sumarið. Ákveðið hefur verið að halda æfingar …
Þann 27.febrúar sl. fór fram aðalfundur Skotíþróttafélags Kópavogs í húsnæði félagsins Skálaheiði. Mæting var góð en rétt um 30 félagar voru mættir. Farið var yfir ýmis mál, meðal annars ársreikninga félagsins sem voru samþykktir samhljóma. Fjárhagsstaða félagsins er með ágætum og stefnt er á ýmis verkefni í krafti þess. Ákveðið hefur verið að fara í …
Hér eru riðlaskiptingar fyrir mótin um helgina. 50.m.liggjandi á laugardag og þrístaða á sunnudag.
Framúrskarandi árangur hjá okkar fólki á RIG í dag. Ívar með gull, Peter með silfur, Jón Þór með brons, eftir afar spennandi Final. Eftir forkeppni var Ívar Ragnarsson SFK með 563 stig í fyrsta sæti, Jórunn Harðardóttir SR með 556 og Peter Martisovic SFK með 553, Jón Þór í 5.sæti með 532 stig. Röðun breyttist …
Aðalfundur Skotíþróttafélags Kópavogs verður haldinn fimmtudaginn 27.febrúar næstkomandi kl.20 í húsakynnum félagsins, Skálaheiði 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar að fundi loknum.