Seinasta helgi var góð hjá félagsmönnum okkar en keppt var í Loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum ásamt því að Jón Þór okkar var úti að keppa í Danmörku.
Ívar Ragnarsson vann Úrslit Reykjavíkurleikanna með 233,4 stig en hann komst úr undanúrslitum með 564 stig.
Í Opnum Flokki Ungliða sigraði Adam Ingi Höybye Franksson með 513 stig, en hann komst jafnframt í Úrslit og setti þar nýtt Íslandsmet í Úrslitum Ungliða 117,2 stig.
Hann Jón Þór Sigurðsson var svo úti að keppa á Aarhus Indoor Open um helgina og sigraði þar 3 mót af 4 sem hann tók þátt í og bætti þar eigið Íslandsmet með 628,5 stigum.
Heilt yfir var helgin góð þrátt fyrir leiðinda atvik á Reykjavíkurleikunum þar sem tveir keppendur frá Skotíþróttafélagi Kópavogs var vísað frá keppni vegna klæðnaðar – en við ætlum að bjóða 50% afslátt af keppnisgallanum okkar út febrúar mánuð eða á meðan birgðir endast!

