Dæmt í máli gegn félaginu

Í gær féll dómur Héraðsdóms Reykjaness um brottvikningu félagsmanns úr Skotíþróttafélagi Kópavogs, en því miður var dómurinn ekki í hag félagsinu. Málið snýst um félagsmann sem var vikið úr félaginu fyrir það að hafa beint skotvopni að einum af skotstjórum félagsins. Úr varð að ákvörðun félagsins var dæmd ólögmæt, félagsmanninum voru dæmdar miskabætur auk þess að félagið var dæmt til að greiða málskostnað. Þáverandi stjórn SFK tók ákvörðun um brottvikningu á aukafundi þann 19.desember 2018.

Stjórn félagsins finnst þetta mjög miður og vill ítreka að málið hefur reynst afar erfitt og ekki vilji nema til neins annars en að gæta að öryggi félagsmanna og gera félagsmönnum kleift að æfa skotíþróttir með öruggum hætti. Stjórn félagsins hefur þegar hafið vinnu við að útbúa verklag sem hægt verður að styðjast við, komi upp tilvik þar sem öryggisreglum er ekki fylgt.

Á næstu dögum mun stjórn Skotíþróttafélags Kópavogs fara yfir dóminn með lögmanni sínum og kanna hvort dómi verði unað eða honum áfryjað. Dóminn má finna hér.