Núna er í gangi þessi stór-merkilega keppni,, Þarna eru að taka þátt 157 keppendur frá 20 löndum víðsvegar um heiminn, skotið er annan hvern mánuð. Skotdagar, 1 – 28 feb. 1 – 30 apr. 1 – 30 jún. 1 – 30 sept. Keppnin er skotin undir reglum,, World Rimfire & Air Rifle, Benchrest Federation, official rule book. (WRABF) í þessari keppni eru mörg þekkt nöfn og nokkrir efstu eru:
- Mario De Greeve, Belgía
- Brian Tischler, Usa
- Jonny Montgomery, Usa
- Adrian La Macchia, Ástralía
- Philip Keuhlen, Usa
- Jón Ingi Kristjánsson, Skotíþróttafélag Kópavogs og í 15 sæti er Guðni Sigurbjarnason Skotíþróttafélagi Kópavogs
Það er áhugavert að sumir keppendur þurfa að mæta í keppni með +30 sólarvörn en aðrir í lopapeysu og kuldagalla.