European Championship, Zagreb, 29/7’22

Þann 29 júlí fer fram Evrópumót í skotfimi, í Zagreb í Croatiu, einn Íslendingur verður þar sem keppandi,, Jón Þór Sigurðsson SFK, hann mun keppa í 300m prone. Hægt verður að fylgjast með keppninni í beinni, farið á síðuna,, skyting.no,, skrollið niður síðuna,, neðst á síðunni er dálkur,, siste nytt,, smellið á nafnið Jenny T Vatne og þið eruð kominn á síðu keppninar, þarna er hægt að smella á keppendur (á ensku) og skoða keppendur,, þetta verður MJÖG áhugavert, ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem hægt er að fylgjast með Íslenskum keppanda í skotfimi í beinni útsendingu á Stórmóti. Jón Þór Sig. á Íslandsmetið í þessari grein 595 stig og ég held að hann hafi sett það á þessum sama skotvelli.