Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélag Kópavogs var að ljúka keppni í 50 m prone og var í öðru sæti á,, 103,5-105,3-104,8-104-105,2-104,2-627/46x
Í fyrsta sæti var Patrik Jany (SVK) á 628,8/45x, (hann á 13 verðlaun frá stórmótum.)
Í þriðja sæti var Jesper Johansson (SWE) á 627/44x.
Annað og þriðja sæti eru jöfn að stigum og þá eru það x-ur sem raða í sætin,, 4-5-6-7-8-9 sæti eru allir á 625, eitthvað og þá ráða kommur og x-ur röðinni.
Þarna voru allir/flestir af bestu skotíþróttamönnum í Evrópu og Jón Þór Sigurðsson að ná besta árangri Íslendings á Evrópumeistaramóti í skotíþróttum.
Það vekur athygli að keppandi í 37 sæti, Andrjia Mikuljan (CRO) kærir skot,, (ISSF Rule 6.10.7 (d) kæran er ekki tekin til greina og hann fær á sig tvö refsi-stig.