Frábær árangur á EM í Króatíu

Jón Þór Sigurðsson lauk keppni í 300 metra riffil á Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Króatíu þann 2. júní síðastliðinn. Jón Þór skaut 595 stig með 25x-tíur (99 99 98 100 100 99) . Með þessum stigum sló hann Íslandsmetið út með töluverðum yfirburðum.

Jón Þór endaði í 14. sæti á mótinu sem er alveg glæsilegur árangur, og óskar Skotíþróttafélag Kópavogs honum innilega til hamingju með árangurinn.