Núna hafa framkvæmdir staðið yfir í um það bil mánuð, og að sögn verktaka gengur vel. Búið er að taka allt niður úr loftinu í púðursal,, gamla loftræstikerfið er farið og byrjað að setja nýtt upp,, búið er að rífa gamla loftsalinn og setja upp nýja veggi fyrir ný salerni og geymslur,, í geymslunni í enda púðursalar þurfti að múra yfir hvítt einangrunarplast,, kúlu-gildran var tæmd og var mokað úr gildrunni 7 tonn af blýi og öðru sem þar var,,