Framkvæmdir

Haldinn var verkfundur þann 10. ágúst þar sem viðstaddir voru Emil Kára. eftirlitsmaður verksins fyrir hönd Skotkóp Mörður og Friðrik fyrir hönd stjórnar, Einar Rafn Viðarsson frá verkfræðistofunni Ferli og Dofri Þórðarson fyrir Kópavogsbæ.

Farið var yfir stöðu verksins. Greindu þeir Einar og Dofri frá því að verkið gengi vel, almennum framkvæmdum og frágangi ætti að ljúka í lok september. Hins vegar óvíst væri með afhendingu loftræstieininga sem kæmu frá útlöndum. Að svo stöddu væri áætlaður afhendingartími um miðjan októbermánuð en þá væri eftir að koma öllu galleríinu til íslands og setja það upp. Það gæti tekið mánuð. Því má gera ráð fyrir að opnun á húsnæðinu verði ekki fyrr en um miðjan nóvember, eða jafnvel í byrjun desember. Eins og allir vita eru allar afhendingar á vörum nú mjög í óvissu, en stjórn mun fylgjast með því hvernig fram vindur og halda félagsmönnum upplýstum.