Jón Þór Sigurðsson náði þeim glæsta árangri að komast í þriðja sæti í 300 metra liggjandi riffilskotfimi á heimsmeistaramótinu í Cairo fyrr í dag.
Hann varð efsti maður í fyrri undan riðli með 598-32x stig í gær, þann 16. nóvember.
Úrslit fóru svo fram í morgun þar sem 32 efstu keppendur tóku þátt. Aðstæður á braut voru erfiðar vegna sandryks en úrslit voru ansi jöfn. Efstu 5 keppendur voru allir með sama skor 597 og réðust því úrslit á fjölda innri tía. Petr Nymbursky frá Tékklandi sigraði með 40x, Max Ohlenburger frá Þýskalandi var með 38x og svo Jón Þór Sigurðsson í þriðja sæti með 36x.
Óskum við Evrópumeistaranum okkar innilega til hamingju með árangurinn!



