Fyrsta mót vetrarins í staðlaðri skammbyssu fór fram í Skotfélagi Reykjavíkur í dag og stóðu SFK liðar sig frábærlega. Ívar Ragnarsson varð fyrstur með 559 stig, sem er með því allra hæsta sem sést hefur í greininni í áraraðir – það er ljóst að Ívar er í fantaformi! Annar var Jón Þór Sigurðsson með 541 stig, sem sýndi að hann getur margt annað en að skjóta af riffli, sem er hans aðalgrein! Í þriðja varð formaður félagsins, Friðrik Göthe, á 532 stigum.
Þremenningarnir settu síðan Íslandsmet í liðakeppni, sem er algerlega frábær árangur – toppskotmenn þar á ferð!