Jón Þór á HM í 300m

Jón Þór Sigurðsson keppti í dag á Heimsmeistaramóti í 300M Riffil í Cairo, Egyptalandi.

Jón Þór endaði með að skjóta 594-29x stig, en það er 5 stigum undir Simon Claussen sem endaði í fyrsta sæti á mótinu. Einnig munaði bara einu stigi að hann Jón Þór jafnaði eigið Íslandsmet í 300M riffil en það er í dag 595-25x.

Jón Þór endaði með þessu skori í 17 sæti og óskum við honum innilega til hamingju með árangurinn!