Jón Þór Sigurðsson Evrópumeistari

Í morgun lauk Jón Þór Sigurðsson keppni í Evrópumeistaramóti í 300 metra liggjandi riffil í Frakklandi með 599-45x stigum og tryggði sér með því gull verðlaun á mótinu.

Jón Þór sló með þessum árangri sitt eigið Íslandsmet sem var 596-34x

Mjótt var á munum og voru öll 3 efstu sætin með 599 stig og réðst því árangurinn á því hver var með flestar innri tíur, en Alexander Schmirl endaði í öðru sæti með 599-39x og Aleksi Leppa endaði í þriðja sæti með 599-36x

Hægt er að skoða niðurstöðurnar hér

Óskum við Jóni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!