Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í 50m liggjandi riffli fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi 14. desember 2019
Jón Þór Sigurðsson, Skotíþróttafélagi Kópavogs, sigraði í karlaflokki en skor Jóns Þórs var 618,7 stig. Arnfinnur Auðunn Jónsson, einnig úr SFK, varð í öðru sæti með 610,7 stig og þriðja sæti náði Valur Richter, Skotíþróttafélagi Ísafjarðarbæjar. Skor Vals var 605,7 stig.

Í liðakeppni karlaflokksins sigraði A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs á 1818,3 stigum en sveitina skipuðu þeir Jón Þór, Arnfinnur og Tómas Þorkelsson.

Í kvennaflokki sigraði Jórunn Kristinsdóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, Guðrúnu Hafberg, SFK. Skor Jórunnar var 605,5 stig en Guðrúnar 583,3stig.

