Vegna tilslakana á sóttvarnareglum mun mótahald á vegum Skotíþróttafélags Kópavogs og Skotíþróttasambands Íslands hefjast aftur með mótum í 50 metra liggjandi riffil og 50 metra þrístöðu um næstu helgi, 13-14 mars í Egilshöll. Við munum taka við skráningum hér út þriðjudaginn 9 mars.
Einnig er ný starftekin mótanefnd á fullu í að setja saman áætlun fyrir mót á vegum félagsins sem verður birt síðar hér á vefnum.