Skotíþróttafélag Kópavogs er með 2 iðkendur í Finnlandi þessa dagana en þar fer fram Norðurlandamót í skotíþróttum.
Jón Þór Sigurðsson og Ívar Ragnarsson kepptu í morgun í 25m Grófskammbyssu og hnepptu þar 12. og 13. sætið en Jón þór skaut 545-14x stig og Ívar 543-9x.
Jón Þór Sigurðsson tók einnig þátt í 50m Liggjandi Riffil og skaut þar 615,1 stig og endaði með því í 8 sæti. Skyttan sem sigraði gerði það með 618,5 stig þannig að það munaði alls ekki miklu á þeim.
Óskum keppendum SFK innilega til hamingju með árangurinn!
Niðurstöður Grófskammbyssu
Niðurstöður 50m Prone
