Hann Ívar Ragnarsson er í Finnlandi þessa dagana að taka þátt í Norðurlandamóti í skotíþróttum, en í dag tók hann þátt í Loftskammbyssu grein og skaut þar 558-10x stig og rétt varð af sæti í Final á mótinu, en hann hefði þurft að ná meira en 559-11x stigum til þess að enda í einu af 8 efstu sætunum.
Það munaði því mjög litlu að hann kæmist áfram í þetta sinn, en við óskum honum til hamingju með góðan árangur!