Opna Vesturrastar mótið í staðlaðri skammbyssu – 2.desember

  

Opna Vesturrastarmótið í staðlaðri skammbyssu fer fram þann 2.desember n.k. og hefst kl.18:00. Verðlaunaafhending fer fram kl.22:00. Mótagjald er aðeins 1.000 kr.

Mótið verður haldið með frjálslegu sniði og mun hver keppandi skjóta á sínum tíma og fær braut úthlutaða við mætingu, svipað og hefur þekkst á Christensen-mótinu í loftgreinum. Skotið verður á stafrænar gildrur. Ekki þarf að skrá sig á mótið og verður brautum úthlutað eftir því sem þær losna.

Mótið er hugsað sem upphitun fyrir fyrsta landsmót vetrarins, sem haldið verður í Skotfélagi Reykjavíkur þann 8.des.

Vesturröst styrkir mótið glæsilega og vinningar koma þaðan.
1. verðlaun – glæsilegur Deerhunter verdun jakki
2. verðlaun – rúmgóð ALPS skotveiðitaska –
3. verðlaun – Deerhunter skotvettlingar
Öllum vinningum fylgir heitt jólakaffi hjá Vesturröst.
Hlökkum til að sjá sem flesta!