Riðlaskiptingin er tilbúin fyrir mót helgarinnar hjá okkur í Digranesi.
Mótsæfingin fyrir Loftskammbyssumótið á laugardaginn verður haldin á föstudaginn á milli 18:00 og 19:00 og mótsæfingin fyrir Loftriffilmótið verður haldin í beinu framhaldi af mótinu á laugardaginn eða frá klukkan 16:00 til 17:00.
Við stefnum á að taka aftur úrslit eins og seinast, þó svo þau séu ekki gjaldgeng til STÍ þá finnst okkur þetta mjög mikilvægt að æfa – og hver veit nema það verði verðlaun í boði fyrir topp sætin!