Þrír á verðlaunapall – 50m liggjandi riffil

Félagsmenn Skotíþróttafélags Kópavogs stóðu sig ótrúlega vel um helgina, en félagsmenn okkar enduðu í fyrsta sæti í karla og kvenna flokki.

Jón Þór Sigurðsson sigraði karla flokk með 622,4 stig, Bára Einarsdóttir sigraði kvenna flokkinn með 610,6 stig og Guðrún Hafberg endaði í þriðja sæti með 576,2 stig.

Félagsmenn SÍ prýddu næstu tvö pláss á verðlaunapalli í karla flokki en Guðmundur Valdimarsson endaði í öðru sæti með 618,3 stig og Valur Richter í þriðja sæti með 610,9 stig. Þeir tveir ásamt Leif Bremnes (603,8) tóku svo fyrsta sætið í liða keppninni með 1833,0 stig, en lið SFK endaði í öðru sæti með 1775,6 stig. Lið SR náði þriðja sæti með 1182,6 stig.

Nánari uppýsingar má nálgast hér.