Úrslit í Landsmóti Loftgreina

Þann 12. mars var haldið Landsmót loftgreina hér í Digranesi. Í loftskammbyssu kvennaflokki var efst Aðalheiður Lára úr Skotfélagi Snæfellsness með 526 stig og önnur var Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 523 stig.

Í loftskammbyssu karlaflokki var efstur Magnús Ragnarsson úr Skyttum með 528 stig, annar var Jón Árni Þórisson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 495 stig og þriðji var Guðni Sigurbjarnason úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 472 stig.

Í loftskammbyssu stúlknaflokki var efst Sóley Þórðardóttir frá Skotfélagi Akureyrar með 522 stig. Í loftskammbyssu drengjaflokki var efstur Óðinn Magnússon úr Skyttum með 475 stig og annar var Sigurgeir Máni Heiðarsson úr Skotfélagi Keflavíkur með 346 stig.

Í loftriffli var aðeins keppt í kvennaflokki en þar var Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur efst með 588.6 stig, önnur var Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 586.1 stig og þriðja var Guðrún Hafberg úr Skotfélagi Ísafjarðar með 454.9 stig.

Skorblað má nálgast hér.