Úrslit opna Kópavogsmótsins 2020

Kópavogsmeistararnir 2020 stilla sér upp

Opna Kópavogsmótið í loftgreinum fór fram um helgina og var þátttaka í mótinu góð þrátt fyrir að ekki hafi allir komist á mótið sökum veðurs.

Mótstjóri var Sigurður I. Jónsson og Yfirdómari var Sigurveig Helga Jónsdóttir. Ásgeir Sigurgeirsson keppti á mótinu sem gestur og tók stöðu aðstoðardómara á mótinu.

Í Loftskammbyssu karla hlaut Ívar Ragnarsson (SFK) fyrsta sætið með 563 stig, Ingvar Bremnes (SÍ) hlaut annað sætið með 539 stig og Karl Kristinsson (SR) hlaut þriðja sætið með 533 stig.

Í Loftskammbyssu kvenna hlaut Jórunn Harðardóttir (SR) fyrsta sætið með 559 stig, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir (SSS) hlaut annað sætið með 513 stig og Guðrún Hafberg (SFK) hlaut þriðja sætið með 494 stig.

Í Loftriffli karla hlaut Guðmundur Helgi Christensen (SR) Fyrsta sætið með 593.8 stig, Þórir Kristinsson (SR) hlaur annað sætið með 554.4 stig og Breki Atlason (SFK) hlaut þriðja sætið með 517.3 stig.

Í Loftriffli kvenna hlaut Jórunn Harðardóttir (SR) fyrsta sætið með 602.9 stig og Guðrún Hafberg hlaut annað sætið með 518.7 stig.

Eingöngu var keppt í liðakeppni karla í loftskammbyssu en þar hlaut A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs fyrsta sætið með 1,607 stig, B-lið Skotíþróttafélags Kópavogs hlaut annað sætið með 1,520 stig og C-lið Skotíþróttafélags Kópavogs hlaut þriðja sætið með 1,488 stig.

Kópavogsmeistarar voru krýndir Ívar Ragnarsson – Kópavogsmeistari í Loftskammbyssu karla, Guðrún Hafberg – Kópavogsmeistari í Loftskammbyssu kvenna, Breki Atlason – Kópavogsmeistari í Loftriffli karla og Guðrún Hafberg – Kópavogsmeistari í Loftriffli kvenna.