Vegna hertra samkomutakmarkana

Við erum búin að vera að skoða hvernig við getum komið til móts við keppnis fólkið okkar en við munum leyfa þeim sem eru að keppa fyrir hönd félagsins að mæta og æfa sig með stundatöflu félagsins til hliðsjónar. Við munum leyfa notkun á 2 brautum í loftsal og 3 brautum í púðursal.

Til þess að sporna við fýluferðum iðkenda þarf að senda skilaboð annaðhvort á síðuna okkar með Messenger eða í pósti á skotkop@skotkop.is og óska eftir tíma á braut.

Einnig er það orðið skýrt að allt mótahald á þessum tíma hertra samkomutakmarkanna fellur niður.

Við biðjum ykkur um að virða grímuskyldu og halda 2 metra fjarlægð við aðra, sem og vera dugleg að spritta fyrir og eftir iðkun.

Vondandi varir þetta ástand ekki lengi.

Kveðja, Stjórnin