Vinna nefnda félagsins

Um þessar mundir er mikið um að vera á bakvið tjöldin hjá félaginu okkar en við erum að vinna með nýformaðri Mótanefnd að því að skilgreina styrkjamál til keppnisferða erlendis. Við erum komin með fjölbreyttan hóp í þá nefnd en alltaf má blómum við bæta. Ef einhver hefur áhuga á að aðstoða okkur, annaðhvort við að móta stefnu félagsins við styrki eða senda á okkur upplýsingar um hvaða mót áhugi er fyrir að taka þátt í erlendis má senda póst á skotkop@skotkop.is

Einnig erum við að vinna í að fullmóta æskulýðsstarf félagsins, en nokkuð ljóst er að það er mikilvægur hluti – ekki bara fyrir félagið heldur íþróttirnar sjálfar – og auglýsum við hér með eftir sjálfboðaliðum í að móta það starf með okkur.