Um helgina var haldin kynning og vinnustofa á vegum Norska Skotsambandsins, en þær Helene og Gyda fræddu okkur mikið um starfið í Noregi og gáfu okkur góðar leiðir til þess að þróa félögin okkar áfram á næstu mánuðum.
Við buðum þeim svo á smá rúnt, en við sýndum Þingvelli, Brúarfoss, Geysi og svo Gullfoss og fannst þeim gaman að komast út og skoða þessi helstu kennileiti.
Þessi helgi er búin að vera frábær byrjun á samstarfi okkar við Skotsambandið í Noregi, en þegar kemur að næstu skrefum munum við reyna að kynna það eins og við getum.